Gæðastefna Sjótækni ehf

Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að tryggja að gæði þjónustu okkar einkennist af fagmennsku og metnaði og séu til fyrirmyndar. Markmið okkar er að öll okkar þjónusta uppfylli ýtrustu gæðakröfur fyrirtækisins um fagleg og vönduð vinnubrögð og mæti þannig óskum og væntingum viðskiptavina.

Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.

Það er stefna okkar

  • Að vinna stöðugt að framförum, nýjungum og hagkvæmni í rekstri til að tryggja sem best gæði þjónustu okkar. Að fylgja lögum og reglugerðum í gæðamálum og ganga lengra í þeim efnum þegar við á.
  • Að efla gæðavitund starfsmanna og undirverktaka og vinna að stöðugri framþróun þannig að gæði, þekking og reynsla endurspegli öll okkar vinnubrögð og verkferla.
  • Að starfsmenn og undirverktakar fái fræðslu og þjálfun og vinni samkvæmt gæðastefnu og gæðastjórnun fyrirtækisins. Starfsmenn eru hvattir til að koma með ábendingar til úrbóta.
  • Að viðskiptavinir, þegar við á, fái fræðslu um gæðastefnu og gæðastjórnun fyrirtækisins.
  • Að aðkeypt þjónusta, efni og vörur skulu uppfylla skilyrði gæðastefnu Sjótækni ehf.

Við setjum okkur markmið í gæðastjórnun og fylgjumst með árangrinum. Stefnt er að vottun á gæðastjórnun Sjótækni ehf samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9001

Gæðastefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021

Gæðastefna Sjótækni ehf