Mælingabátur Sjótækni í hafnarmælingum

Dekk sem fallið hafa af stálþilinu liggja á botni hafnarinnar
Dekk sem fallið hafa af stálþilinu liggja á botni hafnarinnar
1 af 2

Nýr mælingabátur Sjótækni hefur verið notaður í sumar í ýmsum verkefnum og hefur komið vel út. Nú nýverið var hann notaður til að skoða ástand á botni hafnar þar sem töluverð umferð er af skipum og bátum. Á myndum úr mælingarbátnum sést vel hvar dekkin sem fallið hafa af bryggjunni, liggja á botni hafnarinnar. Einnig sést vel hvernig straumkastið frá skrúfum skipa og báta er farið að skola efni á botni hafnarinnar frá stálþilinu og mynda upphækkun utan við þilið sem þýðir minnkandi dýpi við hafnarkantinn og minni stuðningur við stálþilið. Notagildi svona mynda er ótvírætt þegar meta þarf kostnað og vinnu við lagfæringar við bryggjur og hafnir. Á myndunum sést hversu mörg dekk liggja á botninum og því auðvelt að meta kostnað við köfun til að hirða þau upp. Einnig er auðvelt að fylgjast með og meta dýpi í höfnunum með þessum myndum til að hafnirnar séu ávallt með réttar upplýsingar fyrir þau skip sem um hafnirnar fara.