Valur kominn til hafnar á Tálknafirði

Frá vinstri Björgvin Gestsson stjórnarformaður Sjótækni, Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri  og Jóhann M. Ólafsson en þeir tveir eru eigendur Sjótækni.
Frá vinstri Björgvin Gestsson stjórnarformaður Sjótækni, Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri og Jóhann M. Ólafsson en þeir tveir eru eigendur Sjótækni.
1 af 3

Á föstudaginn 19.03.2021 kom nýr vinnubátur Sjótækni ehf, Valur, til hafnar á Tálknafirði í fyrsta sinn og var af því tilefni boðið til móttöku um borð í bátnum í Tálknafjarðarhöfn. Íbúum á Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal ásamt nágrönnum var boðið að koma og skoða nýja skipið og þiggja veitingar. Áður hafði verið boðið til móttöku í Reykjavíkurhöfn og á Akranesi þar sem viðskiptamönnum Sjótækni og velunnurum var boðið að koma og skoða skipið og þiggja veitingar. Fjöldi fólks kom um borð í bæði skiptin og leist vel á nýja bátinn. Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni þakkar öllum kærlega fyrir að koma og gleðjast með okkur hjá Sjótækni í tilefni af komu nýja skipsins og fyrir góðar óskir okkur til handa. Fleiri myndir úr móttökunni í Reykjavík og Tálknafirði má finna hér á heimasíðunni undir Myndir og Vinnubáturinn Valur.