Mælingar í Vestmannaeyjum

Starfsmenn Sjótækni við mælingar í Vestmannaeyjahöfn
Starfsmenn Sjótækni við mælingar í Vestmannaeyjahöfn
1 af 2

Starfsmenn Sjótækni unnu við fjölgeislamælingar í Vestmannaeyjahöfn fyrir Vestmannaeyjabæ ásamt því að skoðaðir voru sæstrengir og lagnir milli lands og Eyja. Við fjölgeislamælingarnar var notaður fjarstýrður mælingabátur Sjótækni af gerðinni Otter pro 3 frá norska fyrirtækinu Maritime. Fjölgeislatæki bátsins myndar allt að 165°breiðan geisla undir bátnum og nær því góðum myndum af botninum og því sem þar er að sjá.

Milli lands og Eyja liggja sæstrengir fyrir ljósleiðara og rafmagn ásamt vatnslögnum og reglulega þarf að fylgjast með ástandi þessar lagna. Við skoðun á þeim var notaður fjarstýrður kafbátur í eigu Sjótækni af gerðinni Spectre en hann er búinn hágæða myndavél ásamt staðsetningarbúnaði og sónar.