Skýrsla Sjótækni um notkun Humidur

Á síðasta ári fékk Sjótækni rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni til að fá reynslu af notkun efnisins Humidur við íslenskar aðstæður. Efnið Humidur er framleitt af fyrirtækinu Acotec í Belgíu og hefur verið notað um allan heim við viðgerðir á höfnum, brúm, vindmyllum og öðrum mannvirkjum auk notkunar þess í olíu- og gasiðnaði. Efnið Humidur var þróað af Acotec með lágmarks umhverfisáhrif og góða endingu að markmiði í hvers konar vatnsumhverfi. Það þolir saltvatn og seyru auk þess sem það er notað í tönkum fyrir drykkjarvatn, olíu og ýmis konar efnavörur. Humidur er laust við leysiefni, þungmálma, tjöru og rokgjörn lífræn efni og hefur sýnt sig að vera mjög umhverfisvænt og sterkt efni sem þarf lítið sem ekkert viðhald eftir að búið er að þekja með því. Það stöðvar eyðingu af völdum lífrænna eyðingarvalda án þess að drepa þær lífverur sem valda eyðingunni og lengir þannig líftíma mannvirkisins umtalsvert. Á notkun Humidur er 10 ára ábyrgð en þar sem það hefur verið notað á undanförnum 30 árum hefur ekki þurft að endurnýja efnið og því óhætt að fullyrða að ending þess er mikil.

Sjótækni notaði efnið Humidur við málun stálbita í brúnni yfir eystri ós Héraðsvatna í Skagafirði á síðasta ári. Allir verkferlar voru skráðir og ýmis konar mælingar á efninu voru framkvæmdar við húðun stálbitanna til að fá betri sýn á notkun efnisins. Ætlunin er að fylgjast með því hvernig efnið reynist við íslenskar aðstæður næstu þrjú árin með mælingum og myndatökum. Í meðfylgjandi skýrslu má sjá hvernig unnið var með efnið Humidur við húðun stálbitanna í brúnni og þær mælingar sem voru gerðar meðan á framkvæmdinni stóð.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Sjótækni til að kynna sér efnið Humidur og notkun þess. Einnig má sjá upplýsingar um efnið og notkun þess hér á heimasíðu Sjótækni undir flipanum Mannvirki.

 

Skýrsluna má finna á þessari slóð:

https://sjotaekni.is/skrar/skra/18/