Útsetning kvía í Skutulsfirði

Búnaðurinn og akkerin á bryggjunni á Ísafirði þar sem þau voru hífð um borð í Kafara BA
Búnaðurinn og akkerin á bryggjunni á Ísafirði þar sem þau voru hífð um borð í Kafara BA
1 af 3

Í sumar vann Sjótækni við að setja út akkeri fyrir fiskeldiskvíar fyrir Hábrún á eldissvæði þeirra í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi. Sett voru út 18 akkeri og kerfisfestingar sem koma til með að halda átta kvíum á sínum stað. Kvíarnar verða síðan settar á sinn stað í haust. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er búnaðurinn engin smásmíði sem notaður er enda þarf hann að þola mikið veðurálag.