Það er óhætt að segja að veðrið hafi þvælst fyrir starfsmönnum Sjótækni í vetur og gæftir til starfa á sjó hafa verið stopular. Það eru þó öll tækifæri gripin til að sinna þeim verkefnum sem við höfum tekið að okkur og eitt af þeim verkum er að hreinsa upp flotholtin sem hafa fallið af bryggjunni á Patreksfirði. Kafarar Sjótækni tíndu saman dekkin sem hafa fallið af bryggjunni í sjóinn og hífðu þau upp úr höfninni. Eins og sjá má var veðrið ekkert sérstaklega sumarlegt þegar starfsmenn Sjótækni voru við vinnu sína við Patreksfjarðarhöfn í dag, 03.04.2020.